16.09.1919
Neðri deild: 65. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2490 í B-deild Alþingistíðinda. (2743)

158. mál, réttur ríkisins til vatnsorku í almenningum

Forsætisráðherra (J. M.):

Það kann að vera mikið satt í því hjá hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), að ekki sje rjett, að jeg sje að þreyta hv. þm. með mínu áliti í þessu máli. En hitt stendur jafnóhrakið fyrir því, að þingsályktunartillögur koma nú fram um skattamál og önnur stórmál, þar sem annarsstaðar eru lög sett undir sömu kringumstæðum, eins og auðvitað er sjálfsagt. Jeg tel þetta mikla afturför frá því, sem var og væri vel, ef þingið gætti betur hófs í því framvegis að láta nægja þingsályktunartill. t. d. í öðru eins stórmáli og hjer er um að ræða.