08.07.1919
Efri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2506 í B-deild Alþingistíðinda. (2783)

47. mál, stjórnarskrármálið

Karl Einarsson:

Jeg hafði ætlað mjer að taka til máls á undan háttv. frummælanda og biðja um frest á þessu máli, þar sem hv. 2. þm. G.-K. (K. D.) er fjarverandi, og við, sem höfum haft samband við hann um nefndarkosningar, getum því ekki ráðfært okkur við hann um skipun þessarar nefndar. Vil jeg því mælast til, að hæstv. forseti taki málið af dagskrá.