01.07.1919
Sameinað þing: 1. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (2801)

Þingsetning

Þessir þingmenn voru til þings komnir:

A.

Landskjörnir þingmenn.

1. Sigurður Eggerz, 2. landsk. þm.

2. Sigurður Jónsson, 3. — —

3. Guðjón Guðlaugsson, 4. — —

4. Hjörtur Snorrason, 5. — —

5. Guðmundur Björnson, 6. — —

B.

Kjördæmakjörnir þingmenn.

1. Bjarni Jónsson, þm. Dala.

2. Björn Kristjánsson, 1. þm. G.-K.

3. Björn Stefánsson, 2. þm. S.-M.

4. Eggert Pálsson, 1. þm. Rang.

5. Einar Arnórsson, 2. þm. Árn.

6. Einar Jónsson, 2. þm. Rang.

7. Gísli Sveinsson, þm. V.-Sk.

8. Guðmundur Ólafsson, 2. þm. Húnv.

9. Halldór Steinsson, þm. Snæf.

10. Hákon Kristófersson, þm. Barð.

11. Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf

12. Jón Jónsson, 1. þm. N.-M.

13. Jón Magnússon, 2. þm. Reykv.

14. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Reykv.

15. Kristinn Daníelsson, 2. þm. G.-K.

16. Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagf.

17. Magnús Pjetursson, þm. Stranda.

18. Magnús Torfason, þm. Ísaf.

19. Matthías Ólafsson, þm. V.-Ísf.

20. Ólafur Briem, 2. þm. Skagf.

21. Pjetur Jónsson, þm. S.-Þ.

22. Pjetur Ottesen, þm. Borgf.

23. Pjetur Þórðarson, þm. Mýra.

24. Sigurður Sigurðsson, 1. þm. Árn.

25. Sigurður Stefánsson, þm. N.-Ísf.

26. Stefán Stefánsson, 1. þm. Eyf.

27. Sveinn Ólafsson, 1. þm. S-M.

28. Þorleifur Jónsson, þm. A.-Sk.

29. Þorsteinn Jónsson, 2. þm. N.-M.

30. Þórarinn Jónsson. 1. þm. Húnv.

Þessir þingmenn voru ókomnir til þings:

A.

Landskjörinn þingmaður.

Sigurjón Friðjónsson, 1. landsk. varaþm.

B.

Kjördæmakjörnir þingmenn.

1. Benedikt Sveinsson, þm. N.-Þ.

2. Einar Árnason, 2. þm. Eyf.

3. Karl Einarsson, þm. Vestm.

4. Magnús Kristjánsson, þm. Ak.

Þá er þingmenn höfðu skipað sjer til sætis, stóð upp forsætisráðherra Jón Magnússon, og las upp konungsbrjef um setning Alþingis, svo hljóðandi:

Vjer Christian hinn Tíundi, af guðs náð konungur Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg.

Vjer viljum hjer með veita yður, sem forseta ráðuneytis Vors umboð til þess í Voru nafni að setja Alþingi það er koma á saman til reglulegs fundar þriðjudaginn 1. júlí næstkomandi.

Ritað á Amalíuborg 28. maí 1919.

Undir vorri konunglegu hendi og innsigli.

Christian R.

(L. S.)

Jón Magnússon.

Til

herra Jóns Magnússonar, komm. af Dannebrog og Dannebrogsmanns, forseta ráðuneytisins.

Síðan mælti

forsætisráðherra: Samkvæmt þessu umboði lýsi jeg yfir því í nafni konungsins, að Alþingi Íslendinga er sett.

Þá tók forsætisráðherra aftur til orða og mælti á þessa leið, en þingmenn stóðu allir upp:

Í viðtali á undan ríkisráðsfundinum 30. f. m. bað hans hátign konungurinn mig að flytja alþingismönnum kveðju sína með þessum orðum:

Við setningu Alþingis óskum Vjer alþingismönnum flutta kveðju Vora.

Þegar Vjer í fyrsta sinn eftir ríkisstjórnartöku Vora sendum Alþingi kveðju Vora, ljetum Vjer í ljós þá öruggu von, að trúnaðarsambandið milli konungs og þjóðar mætti veita oss krafta og þrek í Vorri ábyrgðarþungu konungsstöðu.

Er Vjer nú sendum Alþingi, kjörnum fulltrúum fullvalda ríkis, kveðju Vora, viljum Vjer láta í ljós þakklæti vort fyrir það, að trúnaðarsamband það, sem Vjer höfum óskað að starf Vort bygðist á, hefir borið svo góðan ávöxt, og Vjer lítum fram á ókomna tímann í öruggu trausti þess, að ríkisskipun sú, sem íslenska þjóðin með frjálsri atkvæðagreiðslu hefir samþykt að byggja framtíð sína á, megi verða

Íslandi til hamingju og tryggi trúnaðartraustið milli konung og þjóðar.