21.07.1919
Neðri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í C-deild Alþingistíðinda. (3007)

75. mál, bifreiðaskattur

Bjarni Jónsson:

Að vísa máli úr nefnd til nefndar finst mjer vera nokkuð sama og menn gerðu áður, er þeir átu smjör við flotinu. Hitt er auðvelt, að koma enn fram með brtt. um að leggja samskonar skatt á önnur farartæki, svo sem vagna, hesta og postulahesta. Jeg vil því, að málið gangi áfram, einkum þar eð hæstv. forsætisráðherra (J. M.) telur þetta svo dæmalaust nauðsynlegt. En það má ekki taka eina flutningategundina undan, og svo má ekki heldur gleyma að tolla flugvjelina, sem nú er í vændum að komi.