23.07.1919
Neðri deild: 14. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (3013)

75. mál, bifreiðaskattur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Hjer liggja fyrir tvær brtt. við frv., önnur frá nefndinni, en hin frá einum nefndarmanna.

Brtt. nefndarinnar er þess efnis, að ráðherra geti undanþegið skatti þessum bifreiðar, sem eingöngu eru notaðar í opinberar þarfir. Jeg vil mæla með þessari brtt.

Hin brtt. er frá hv. 1. þm. Ám. (S. S.), og er nefndin honum þar ekki sammála. En annars munu allir nefndarmenn vera frjálsir um atkvgr. Jeg býst við, að hv. þm. (S. S.) mæli með þessari brtt., en jeg vil lýsa yfir því af minni hálfu, að jeg greiði henni ekki atkv., og það af þeirri ástæðu, að mjer finst skatturinn vera svo lágr og takmörkin svo óljós milli mannflutninga- og vöruflutningabifreiða, því að sama bifreiðin flytur í dag menn, en á morgun vörur.