01.09.1919
Efri deild: 45. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í C-deild Alþingistíðinda. (3144)

72. mál, hundaskattur

Frsm. (Halldór Steinsson):

Jeg ætlaði að eins að beiðast úrskurðar hæstv. forseta á þessu sama atriði. Jeg skal þá geta þess, fyrst jeg er staðinn upp á annað borð, að fjárhagsnefnd hefir enga afstöðu tekið til málsins, og atkv. meðlima hennar eru því óbundin.

En varhugavert virðist mjer að fara enn á ný að breyta frv., eða senda hundana í Sþ. Gæti þá farið svo, að sama hundaæðið gripi Sþ. og gengið hefir í Nd., og er þó varla á bætandi. (S. J.: En þar eru líka fleiri læknar). Já, sem betur fer, en mættu vera færri ráðherrar.