08.07.1919
Neðri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (363)

32. mál, sala á hrossum til útlanda

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg ljet þess getið áðan, að þótt vopnahlje hafi verið, er lögin voru samþykt, þá vissu menn þrátt fyrir það ekkert um friðinn. Landsmenn voru líka í fyrra mjög ánægðir yfir hrossasölunni þá, og var að heyra á öllum, er til náðist, að þeir vildu hafa sama fyrirkomulag þetta árið. Með þessar ástæður, sem gefnar eru, verður hv. 2. þm. Árn. (E. A.) að gera sig ánægðan, en því skýt jeg til manna, hvort þær eru nægilega knýjandi eða ekki.