19.02.1920
Neðri deild: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í C-deild Alþingistíðinda. (1032)

21. mál, skipun læknishéraða o. fl. Bakkahérað

Stefán Stefánsson:

Jeg bjóst ekki við, að frv. um myndun nýrra læknishjeraða kæmu nú fram, þar sem ákveðið er, að þingi skuli slitið í næstu viku. Jeg játa það að vísu fúslega, að þetta mál, sem hjer liggur fyrir, er nauðsynjamál, en þau eru fleiri samskonar. Verði það nú tekið fyrir, þá má búast við, að 3–4 samskonar fylgi á eftir. Jeg mun þá t. d. flytja frv. um sjerstakt læknishjerað í Ólafsfirði, enda hefi jeg fengið áskorun um það, og tel mig þá neyddan til að bera það fram.

Jeg tel sjálfsagt, að þetta frv. fari til allsherjarnefndar, og verði þar athugað í sambandi við önnur samskonarfrv., sem eflaust koma fram. Tíminn er að vísu naumur, en þó hygg jeg, að þó frv. verði fleiri en þetta eina, þá tefji þau ekki fremur þingið, sje nokkurt þeirra tekið fyrir á annað borð, því þau munu flest geta fylgst að.