19.02.1920
Neðri deild: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í C-deild Alþingistíðinda. (1033)

21. mál, skipun læknishéraða o. fl. Bakkahérað

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg ætlaði að eins að mótmæla einni setningu úr ræðu hv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.). Hann talaði um trassaskap hv. Ed. Þetta tel jeg ómakleg orð, og ætla ekki að borga fyrir þau með öðru en því, að lýsa því yfir, að þetta frv. kom seint til deildarinnar, og mörg stórmál voru fyrir. Ýmsir voru frv. velviljaðir, og þar á meðal jeg, en það gat ekki unnist tími til að afgreiða málið. Það var því engum trassaskap um að kenna, og held jeg, að yfirleitt sje óþarfi að brigsla hv. Ed. um það.