10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Rannsókn kjörbréfa

Magnús Guðmundsson:

Sem framsögumaður 3. kjördeildar, sem hefir til meðferðar kjörbrjef hv. 1. þm. Reykv. (Sv. B.), er eigi hefir enn verið rætt um, mótmæli jeg því, sem algerlega röngu, að till. sje borin þannig upp, því að 1. kjördeild hefir ekkert vald til að gera till. um kjörbrjef 3. kjördeildar, og er undarlegt, að hv. frsm. (E. E.) og hæstv. forseti skuli ekki sjá það.