20.02.1920
Efri deild: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

28. mál, Kjarni og Hamrar undir lögsagnarumdæmi Akureyrar

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg er ekki á móti frv. þessu í sjálfu sjer. En rjettara fyndist mjer að hrapa eigi svo að því, að álits sýslunefndar yrði ekki leitað. Sýndist mjer rjett að leita samþykkis sýslunefndar áður en mál þetta yrði útkljáð á þingi. Það mun og vera vani um slík mál. Jeg sje, að þetta muni vera áhugamál, en drátturinn þýddi þá ekki annað en það, að málið drægist til næsta þings, án þess að skaða málið til framgangs þá.