27.02.1920
Efri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í C-deild Alþingistíðinda. (896)

41. mál, Íslensk peningaslátta

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Mjer virðist frv. þetta bera það með sjer, að það hafi fengið harla lítinn undirbúning. Hjer er að vísu að eins um heimildarlög að ræða. En er það nú rjett að fela stjórninni mál þannig út í bláinn? Ef þingið vildi óska, að málið væri tekið til athugunar, þá hefði verið viðkunnanlegra að fela stjórninni það með þingsályktunartill. Jeg geri þó ráð fyrir því, að þetta geri ekki mikið til, með því að stjórnin myndi að sjálfsögðu bera málið undir þingið áður en hún afrjeði nokkuð í því. Hins vegar er það ánægjulegt, að málið sje rannsakað í sambandi við gengismun vorra peninga og annara ríkja. Þess vegna vil jeg ekki amast við því, að frv. gangi til 2. umr. En mjög er jeg ótrúaður á lagasetning í þessa átt, þ. e. að kasta fram heimildum út í loftið án rannsóknar.