11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 922 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

28. mál, bifreiðaskattur

Forseti (B. Sv.):

Jeg mótmæli þessu sem alröngu. Málið er tekið út af dagskrá til þess að þingmenn geti betur athugað dagskrána og nýframkomnar upplýsingar. Atkvæðagreiðslan tekur jafnlangan tíma, hvort sem hún fer fram nú eða á morgun. (S. St.: Alt hlutdrægni forseta. eins og vant er). Jeg hefi fulla heimild til — ekki einungis að taka þetta mál af dagskrá upp á mitt eindæmi, heldur og öll málin á dagskránni, ef mjer þætti svo henta. Víti jeg háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) fyrir ósæmileg orð í garð forseta.