24.02.1921
Efri deild: 8. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

26. mál, íslensk lög verði aðeins gefin út á íslensku

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Í lögum þeim, sem hjer er farið fram á að nema úr gildi, er svo ákveðið í 1. gr., að íslensk lög, sem Alþingi hefir samþykt og konungur staðfest, skuli að eins gefin út á íslensku, en í 2. gr. er svo fyrir mælt, að þýðing ísl. laga á dönsku, sem stjórnarráðið hefir annast, skuli gilda fyrir dönskum dómstólum og stjórnarvöldum. Með sambandslögunurn frá 1918 og flutningi hæstarjettar inn í landið virðist nauðsynin á því, að þýðing ísl. laga á dönsku fái lagagildi, alveg fallin niður. Og jafnframt er það líka orðið svo sjálfsagt, að ísl. lög sjeu gefin út að eins á íslensku, að um það virðist engin lög þurfa.

Nefndin leggur því til, að frv. sje samþ. af háttv. deild.