17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (1459)

45. mál, Sogsfossarnir

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Mjer er ómögulegt að sjá, að í 3. gr. sje gefið undir fótinn með það, að ekki ríkið heldur einhverjir aðrir skuli virkja. Jeg held, að það sje ástæðulaus uggur. Jeg sje ekkert á móti því, að mega fela einhverju fjelagi rannsóknina, ef að viturra manna ráði telst svo til, að það sje heppilegra. Jeg kann illa við að fella burt greinina og sje enga ástæðu til þess, enda vona jeg, að till. háttv. 2. þm. Reykv. (J. B.) verði feldar. Ef í till. á að felast einhver aðdróttun eða móðgun við stjórnina, verð jeg að vísa því á bug sem ástæðulausu.