11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1601 í B-deild Alþingistíðinda. (1498)

1. mál, hlutafélög

Frsm. (Einar Þorgilsson):

Jeg skal ekki lengja umræðurnar, aðeins segja örfá orð út af ummælum hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) um Jón forseta. Jeg var einn af þeim mönnum, sem keyptu fyrsta botnvörpunginn, hingað til lands, og það var hlutafjelag, sem gerði það. Einmitt í þess hlutafjelags lögum var þetta ákvæði um fimta hluta atkvæðisrjettinn. Næst á eftir, eða ári síðar, var Jón forseti bygður og keyptur. Hvort eigendur hans mynduðu um hann hlutafjélag, eða ágreiningur reis meðal þeirra um atkvæðisrjett hvers eiganda, get jeg ekki sagt, en ekki leið á löngu þar til eigendaskifti urðu á nokkrum hluta eignarinnar.

Að öðru leyti skal jeg ekki fjölyrða um þetta mál, en læt ráðast, hvernig háttv. deild greiðir atkv.