20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1616 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

1. mál, hlutafélög

1530Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg hefi ekki ástæðu til að halda svörum uppi fyrir ákvæði 31. gr. Það ákvæði er ekki runnið frá stjórninni. En það er víst, að ef þessu ákvæði verður breytt nú, þá verður frv. ekki afgreitt sem lög í þetta sinn.

En jeg tel hinsvegar þetta ákvæði ekki svo mikilsvert, að mikið sje í húfi, þótt frv. sleppi nú í gegn. Jeg held það sje einmitt gott að lofa frv. að reyna sig áður en því er breytt meira. Það má sem sje breyta frumvarpinu seinna, ef reynslan sýnir, að þetta ákvæði og fleiri þurfa breytinga við.

Jeg er ekki viss um, að málið græddi neitt verulega á þessari frestun, nema þá ef háttv. Ed. snerist hugur um þetta atriði.

Það er allmikið búið að hafa fyrir þessu frv., og ef það gengur nú í gegn, þá verður fyr hægt að bæta úr göllum þess, þeim sem vera kunna, ef það kemur í framkvæmd sem lög.