01.04.1921
Efri deild: 32. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

76. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Sigurjón Friðjónsson:

Jeg lít svo á sem ekki sje rjett að tefja frv. það, er hjer liggur fyrir, með því að samþ. dagskrártill. háttv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.).

Hjer er farin ný leið til þess að afla bæjarsjóðum tekna. Og jeg álít, að heppilegt sje að fá dálitla reynslu um það, hvernig löggjöf í þessa átt reynist, áður en samfeld og víðtæk löggjöf um þessi efni er samþykt. Ef þetta frv. verður samþ. nú, þá fæst einmitt nokkur reynsla og bending um, hvernig haga skuli löggjöf um þetta síðar. Og því er jeg, fyrir mitt leyti, samþykkur því, að frv. nái nú fram að ganga.