04.03.1921
Efri deild: 14. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1706 í B-deild Alþingistíðinda. (1745)

59. mál, sóknargjöld

1745Guðmundur Guðfinnsson:

Eins og fram kom í umræðum um 77. og 78. gr. fátækralaganna, þá var jeg á móti því að breyta gildandi lögum, aðeins vegna breytinga á gildi peninga, af þeirri ástæðu, að óhjákvæmilegt væri, að aftur þyrfti þá að breyta, er peningar hækkuðu í verði. Af þessum sökum mun jeg greiða atkvæði á móti frv., og það því fremur, sem sóknarnefndir hafa þegar fundið ráð til að bæta úr þessu, með því að hækka kirkjugjöldin. Sú aðferð gæti haldist þangað til jafnvægi væri komið aftur á peningagildið.