15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1709 í B-deild Alþingistíðinda. (1756)

59. mál, sóknargjöld

Frsm. (Hákon Kristófersson):

Þetta litla frv. var borið fram í hv. Ed. af hv. fjhn. Ed. og samþ. Fjhn. Nd. hefir athugað frv. og leggur til, að það nái fram að ganga.

Frv. gerir ráð fyrir, að kirkjugjaldið hækki um 50 aura. Að öðru leyti standa sóknargjöldin í stað. Fjhn. Nd. hefir fallist á, að þessi hækkun sje sjálfsögð, því í fæstum tilfellum mun nokkurn gjaldanda muna um hana.

Frv. er, eins og jeg gat um, frá fjhn. Ed., og sennilega er það til orðið vegna frv., sem hæstv. stjórn lagði fyrir háttv. Ed. En vegna þess, að það er ekki hjer til umræðu, þá ætla jeg ekki að fara í neinn samanburð á frv. Jeg vil aðeins mælast til, að frv. nái fram að ganga, en það þarf ekki neinna skýringa við, því að það er svo einfalt mál, að allir geta áttað sig á því.