11.05.1921
Efri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2008 í B-deild Alþingistíðinda. (2193)

91. mál, fátækralög

Halldór Steinsson:

Það er eitt atriði í breytingunum, sem jeg er í vafa um, hvernig beri að skilja. Það stendur í 1. gr.: „Að öðru leyti greiðist kostnaðurinn úr ríkissjóði, en aldrei nema fyrir 4 sjúklinga í einu úr sama sveitar- eða bæjarfjelagi“.

Jeg vil vita, hvort þetta þýðir, að kostnaður greiðist sveitar- og bæjarfjelögum fyrir 4 sjúklinga á ári, eða í hvert skifti og þau kunna að hafa 4 sjúklinga á sjúkrahúsi.