01.04.1921
Efri deild: 32. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í C-deild Alþingistíðinda. (2927)

74. mál, skipun læknishéraða o.fl.

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg vil benda á, að þessi orð í dagskránni, sem hv. þm. Snæf. (H. St.) vill fella burtu, standa í beinu sambandi við þá aðalástæðu, sem nefndin færir fram í nál. fyrir því, að hún getur ekki mælt með því, að frv. verði samþ. að sinni. Það er einkum sökum fjárhagserfiðleikanna, að nefndin leggur á móti frv., og get jeg ekki álitið rjett að ota stjórninni út í undirbúning fremur en framkvæmd málsins, á meðan þeir haldast. Jeg er því á móti dagskrá hv. þm. Snæf. (H. SL).