17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í C-deild Alþingistíðinda. (3067)

79. mál, sveitarstjórnarlög

Jón Þorláksson:

Jeg vil ekki vekja deilur, en jeg vil skjóta því til hv. flm. brtt. (B. H.), hvort hann vilji mæla með því, að hæstv. forseti taki til greina skriflega brtt. frá mjer á þá leið, að úr till. hans falli orðin: „þeirra .... er heima eiga í sama lögsagnarumdæmi.“

Sýnist mjer þá, að öllum sje gert jafnhátt undir höfði.