07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í C-deild Alþingistíðinda. (3146)

120. mál, launalög

Pjetur Ottesen:

Það er aðeins örstutt fyrirspurn til hæstv. forsrh. (J. M.). Það er talað um það hjer, að málssókn muni rísa, ef frv. þetta verður samþ. Nú vildi jeg spyrja, hvaða dómstólar ættu að dæma um þetta mál, því að það er vitanlegt, að allir dómendur landsins eru hjer annar málsaðili, og jeg geri ráð fyrir því, að þeim þætti óviðkunnanlegt að gerast dómendur í sínu eigin máli.

Þótt sú lækkun, sem frv. þetta fer fram á, með því að reikna út tvisvar á ári, snerti ekki laun dómaranna nú, meðan dýrtíðaruppbótin er svona há, þá er dýrtíðaruppbótin þó partur af launum þeirra, og það getur síðar haft áhrif á laun þeirra, hvort hún er reiknuð einu sinni eða tvisvar á ári.