18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

38. mál, verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Mjer þykir það þess vert, að háttv. nefnd taki til athugunar atriðin, sem hv. þm. Ísaf. (J. A. J.) benti á. Jeg get ekki dæmt um það, hvort lifur sje heppileg til fóðurbætis eða ekki, en jeg veit, að menn sækjast eftir henni í því skyni, og þvkir hafa reynst vel, enda munu vera í lifrinni næringarefni,sem ekki eru í lýsi. En um þetta þori jeg ekki að fullyrða, og geri það ekki að kappsmáli.

Það verður að teljast skemd á lifur, ef vatn er í henni, en ef seljandi hefir tappað af henni samviskusamlega, verður hann ekki sakaður, þó að síðar komi vatn í lifrina. Ákvæðið kemur því að eins til greina, að rannsókn fari fram rjett á eftir kaupunum.

Mig brestur kunnugleik til þess að dæma um síldarkökur, og eins var um þá, er sömdu frv., en jeg sje ekki betur en að það megi skjóta þeim inn í frv. í upptalningunni.