27.04.1921
Efri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í B-deild Alþingistíðinda. (439)

4. mál, lestagjald af skipum

Sigurður Eggerz:

Jeg er algerlega á gagnstæðri skoðun í þessu máli og hæstv. fjármálaráðh. (M G.). Jeg held, að þessi greiði aðgangur til þess að breyta skattalöggjöfinni mundi verða til þess, að menn yrðu örari á útgjöldin, og samviskan yrði svo svæfð á hinum langa undirbúningstíma fjárlaganna í Nd. með því, að á seinasta augnabliki mætti hækka tekjurnar. Það skapar svo ótrúlega kyrð í mannssálinni, þegar hún er að syndga, að vita af einhverju, sem mögulegleiki sje til að afplána syndirnar með í síðasta augnabliki.