23.04.1921
Efri deild: 50. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 894 í B-deild Alþingistíðinda. (968)

28. mál, bifreiðaskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það er auðheyrt, að háttv. 2. þm. Rang. (G. Guðf.) finst bifreiðar og rekstur þeirra svo dýr, að þær þoli ekki neinn skatt að ráði. Einn háttv. þm. í Nd. (úr Árnessýslu) hjelt því fram fyrir skömmu, að ódýrara yrði að ferðast hingað að austan með bifreið en á hesti, og býst jeg við, að þetta sje hárrjett.

Jeg veit, að háttv. 2. þm. Rang. (G. Guðf.) gerði of mikið úr því, hver munur sje á hestorkutali vjela bifreiða hjer og erlendis. Eftir þeim skýrslum, sem jeg hefi fengið, er styrkleiki vjelanna hjer langalgengastur þetta 18–24 hestorkur, og jeg held, að ekki sje til nema ein mannflutningsbifreið hjer á landi, sem hefir yfir 40 hestorku vjel, og er það bifreið, sem einn stórkaupmaður þessa bæjar á.