22.03.1922
Neðri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (81)

1. mál, fjárlög 1923

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Jeg sagði í upphafi, að þessi útreikningur væri þannig gerður, að öll laun eru tekin og aðrar þær upphæðir sem augljóslega lækka með minkandi dýrtíð og er það talin dýrtíðarlækkun. Hitt eru taldar aðrar lækkanir. Skrifari nefndarinnar gerði nú ekki þennan reikning alveg einn, því að jafnan var þetta athugað um leið og farið var yfir hvern lið fyrir sig. En gjarna má háttv. 1. þm. Skagf. (M.G.) fá reikningana til yfirlits.

Jeg sagði að fyrv. stjórn hefði ekki viljað leggja frv. fram tekjuhallalaust. Þetta er rjett. Stjórnin er af engum bundin, en nefndin er þó bundin við frv. stjórnarinnar. En jeg segi þetta ekki í óvirðingarskyni, heldur til hróss. Stjórnin gat gert þetta en hún var of skynsöm til þess.