04.05.1923
Efri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (1034)

80. mál, stofnun landsbanka

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil benda á það, að ríkisstjórnin skipar bankastjóra Landsbankans, eins og hún t. d. skipar háskólakennara. Staða þeirra er því trygg. Þeir halda henni, nema þá, að þeim sje vikið frá af sjerstökum ástæðum. Um Íslandsbanka gildir annað, því að staða bankastjóranna þar hefir verið samningsbundin til ákveðins tíma. Þeim má því ávalt vísa burtu, þegar sá tími er liðinn. Landsbankastjórastöðurnar eru því í samræmi við önnur embætti, og álít jeg því, að þingið slái föstu við samþykt þessa frv., að laun annara embættismanna sjeu alt of lág. Jeg er ekki á móti þessari hækkun á launum bankastjóranna aðeins finst mjer, að þingið ætti þá líka að gera betur við aðra embættismenn ríkisins og skuldbindi sig til þess með samþykt þessa frv.