13.04.1923
Efri deild: 39. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1083)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Jón Magmússon:

Jeg þarf ekki nema minna á það, sem háttv. frsm. (SHK) sagði um þetta efni. Breytingin er gerð til þess að samræma frv. við kosninga lögin. Þeir, sem þurfa aðstoðar á kjörstaðnum, verða að halda sjer við kjörstjórnina, og þá er það hliðstætt, að sýslumaður eða hreppstjóri tilnefni mann til þess að aðstoða kjósanda. Sýslumaður, umboðsmaður eða hreppstjóri þurfa að vera við hvort sem er, til þess að gefa vottorð, og þess vegna verður þetta engum að baga. Og eðlilega fengi kjósandi að ráða þessu í raun og veru, því aðstoðarmaður yrði nær altaf sá, sem hann kysi helst. En sem sagt, breytingin er aðallega gerð samræmisins vegna.