16.04.1923
Efri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1091)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Jón Magnússon:

Jeg vildi leyfa mjer að skjóta því til háttv. flm., hvort hann álíti eigi betra að orða breytinguna t. d. þannig: og skal hann þá fá aðstoð manns, er kjörstjórn tilnefnir, nema hann óski að fá aðstoð einhvers úr kjörstjórn. Nú er oft örðugt að ná í aðstoð kjörstjórnar og stundum ómögulegt, t. d. á skipum. Ef málið væri tekið nú af dagskrá, þá mætti máske breyta frv. svo, að háttv. 1. þm. Húnv. (GÓ) væri ánægður með það.