09.03.1923
Neðri deild: 16. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Það eru aðeins tvö atriði hjá háttv. frsm. meiri hlutans (MG), sem jeg vildi leiðrjetta, þar sem um hugsunarvillur var að ræða. Hann var að reyna að bera í bætifláka fyrir ákvæði laganna um ekkjurnar, sem eru meiningarlaus, og munu heldur ekki komin inn í lögin af ásettu ráði, heldur af hugsunarleysi. En samanburður um þessi efni á auðvitað að gerast við núgildandi lög, en ekki eins og háttv. frsm. gerði. Annað atriðið var það, að hann sagði, að lagabreytingar þyrfti til þess að taka tillit til sjerstakra ástæðna í sveitum og bæjum og láta það koma til greina í aukaútsvörunum. En hjer þarf enga lagabreytingu, og þeim, sem jafna niður, er í sjálfsvald sett, hvað þeir fara langt niður. (MG): Mjer er svarað öðru en því, sem jeg sagði).