24.04.1923
Neðri deild: 49. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1704 í B-deild Alþingistíðinda. (1836)

124. mál, friðun á laxi

Pjetur Þórðarson:

Mjer þykir það heldur hart aðgöngu, ef þetta frv. á ekki að fá að ganga til 2. umr. Þá agnúa, sem kynnu að vera á frv., mætti laga í nefnd. Annars álít jeg, að yfirleitt sje undanþága sú, sem hjer er um að ræða, hættulítil; en vegna þess að allar þessar veiðistöðvar, sem hjer koma til greina, eru innan takmarka einnar sýslu, þá væri sjálfsagt rjettara að heimila sýslunefnd að ráða þessu máli út af fyrir sig,