05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í C-deild Alþingistíðinda. (1951)

79. mál, aukauppbót vegna sérstakrar dýrtíðar

Bjarni Jónsson:

Það eru aðeins tvær smáfyrirspurnir til þeirra hv. þm., sem ekki vilja fallast á að miða laun starfsmanna ríkisins við verðlagið á þeim stöðum, sem þeir búa á.

Önnur er sú, hvort þeir miða við, að menn lifi á krónutölunni einni saman, eða á því, sem þeir geta keypt fyrir hana. Hvort sá, sem lifir á dýrari staðnum, þurfi ekki, að öðru jöfnu, að fá fleiri krónur en hinn, sem býr á þeim ódýrari. — Jeg býst við, að þessir hv. þm. myndu svara þessu á sömu leið og jeg, ef spurningin væri borin fram í einhverju öðru máli. Og sje nú þetta rjett, þá kemur seinni fyrirspurnin: Hvort álíta þessir háttv. þm., að þingið eigi að gera rjett eða rangt?

Þetta er alt, sem jeg ætlaði að segja. Jeg vildi bara láta atkvgr. sýna ótvírætt, á hvern hátt menn svara þessum spurningum.