23.04.1923
Neðri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 435 í C-deild Alþingistíðinda. (2216)

30. mál, stjórnarskipunarlög

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi svo ítarlega lýst afstöðu minni til þessa máls, að jeg tel enga þörf að gera það frekar.

En með því að nú hafa komið fram raddir um það, að vel mætti nú sleppa málinu til háttv. Ed., í því trausti, að það yrði lagfært þar, get jeg ekki látið vera að lýsa því yfir, að jeg tel slíkt algerlega óhæfilega meðferð á slíku máli. Á jeg bágt með að trúa því, að háttv. deildarmenn fari að greiða atkv. sitt með frv. til stjórnarskipunarlaga, sem þeir ekki eru ánægðir með, í því trausti, að það verði lagað í hinni deild þingsins. Slíkri aðferð er ekki einu sinni rjett að beita, þegar um minni háttar mál er að ræða, hvað þá heldur um sjálfa stjórnarskrána.

Jeg læt segja mjer það tvisvar sinnum, að stjórnarskrárfrumvarpið verði samþ. hjer í háttv. deild í þeirri mynd, sem það er nú.