30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1046 í C-deild Alþingistíðinda. (2840)

141. mál, skoðun á síld

Pjetur Ottesen:

Það eru bara örfá orð, út af því, sem hv. 1. þm. N.-M. (ÞorstJ) sagði, vitanlega alveg órökstutt, að hjer væri verið að ráðast á framleiðsluna, eða eina grein sjávarútvegsins á Austurlandi. Þetta mótmælir sjer nú raunar sjálft, því að matið á síldinni á að halda áfram eftir sem áðum á jafntryggilegan hátt og á sjer stað annarsstaðar, og er því, hvað þetta snertir, alls engu spilt.