10.04.1923
Efri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í D-deild Alþingistíðinda. (2989)

107. mál, baðlyfjagerð og útrýming fjárkláða

Einar Árnason:

Það er síður en svo, að jeg sje á móti till., og jeg býst við, að henni verði tekið vel, en jeg held, að þessari hv. deild sje eigi vel kunnugt, hvað á bak við till. felst nje hver drög til hennar liggja. Því álít jeg rjettast, að málið verði athugað í nefnd, svo hún fái tækifæri til að skýra það fyrir hv. deildarmönnum. Það er því till. mín, að málinu verði frestað og því vísað til landbúnaðarnefndar.