03.05.1923
Efri deild: 54. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í D-deild Alþingistíðinda. (3257)

129. mál, húsmæðraskóli á Staðarfelli

Frsm. (Jónas Jónsson):

Nefndin hefir gert smábreytingar á þáltill., eins og sjest á þskj. 507, og með þeim breytingum er hún einhuga í því að mæla með, að tillagan nái fram að ganga. Annars eru breytingamar aðallega fólgnar í því, að fella niður nokkur orð, sem sumir í nefndinni vildu síður hafa þar. Sjálf þingsályktunartillagan hefir að geyma áskorun til stjórnarinnar um að búa málið sem allra best undir og hefja framkvæmdir undir eins og kringumstæðurnar leyfa.