12.04.1923
Neðri deild: 40. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (706)

1. mál, fjárlög 1924

Forsætisráðherra (SE):

1 .......

.................................................

Jeg vil enn fremur leyfa mjer að mæla með fjárveitingunni til Sigvalda Kaldalóns og sömuleiðis eftirlaunum til frú Sigríðar Fjeldsted.

Samkvæmt fyrirmælum Alþingis ljet stjórnin rannsaka mál Árna Theodórs Pjeturssonar og sendi síðan mentmn. þau skilríki, og hefir hún nú lagt til að veita honum 500 kr., og get jeg fallist á það, eftir atvikum. Að lokum vil jeg svo gera þá almennu athugasemd, út af till. um lánsheimildirnar, að jeg veit eiginlega ekki, með hvaða fje ætti að greiða þau lán.