15.04.1924
Neðri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í C-deild Alþingistíðinda. (2138)

70. mál, ritsíma og talsímakerfi

Pjetur Ottesen:

Óskir dalbúa ganga eindregið í þá átt að fá símann sem lengst inn í dalinn. En það er nokkru dýrara að leggja símann að Hóli en að Lundi, og af þessari ástæðu gætu þeir sætt sig við Lund sem símastöð, svona til að byrja með.

Annars þarf jeg ekki að vera að svara hv. þm. Str. neinu frekar um vilja dalbúa í þessu efni; það fer á milli mín og þeirra, en snertir hann ekkert sjerstaklega, þó hann noti þetta nú sem ástæðu til að reyna að spilla fyrir málinu.