26.04.1924
Efri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í C-deild Alþingistíðinda. (2507)

34. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Forsætisráðherra (JM):

Hv. 5.1andsk. (JJ) spyr um sendiherraembættið í Danmörku. Jeg tel þarflaust að reyna að skýra þetta mál fyrir honum; hann skilur það aldrei; það er margreynt.

Við háttv. 5. landsk. höfum áður átt umtal um þetta atriði, hvort Ísland sje fullvalda eða ekki. Jeg held, að hann einn standi uppi með þá kenningu, að svo sje ekki. Hann skilur það ekki, að stjórnarvöld annars ríkis geta farið með — í umboði — utanríkismál hins, án þess að fullveldi hins síðarnefnda skerðist.

Jeg get nú ekki verið að hrekja endileysur hans lið fyrir lið. Nóg að vísa til þess, er bæði innlendir og útlendir fræðimenn óvilhallir hafa ritað um sambandssamninginn frá 1918.

Annars býst jeg við því, að þetta frv. verði ekki felt nú, heldur verði því vísað til nefndar. Hv. 5. landsk. (JJ) á sjálfur sæti í allshn., og mun mjer þá gefast tækifæri til þess að skýra þetta mál betur fyrir honum.