17.03.1924
Neðri deild: 25. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (2864)

78. mál, kennsla heyrnar og málleysingja

Frsm. (Tryggvi Þórhallsson):

Það tekur auðvitað ekki tali, að fjvn. hafi viljað vinna börnunum mein við þessa breytingu. Það þarf sjerstaka sálarlega eiginleika til að láta sjer detta slíkt í hug. Fyrir okkur vakti það auðvitað fyrst og fremst að bæta fyrirkomulag skólans og spara fje um leið.

Hvað fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. (JBald) viðvíkur, þá get jeg svarað því, að hjer liggur ekki fyrir frv. um það að flytja skólann í sveit, heldur aðeins áskorun til stjórnarinnar um að taka málið til athugunar. Tel jeg þá sjálfsagt, að leitað verði umsagnar þeirra, sem við skólann hafa starfað. Hefir og nefndin ráðgast um við þann mann, sem forstöðu skólans hafði áður með höndum, og álítur hann, að breytingin verði til bóta.