01.05.1924
Efri deild: 59. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í D-deild Alþingistíðinda. (2949)

124. mál, sparisjóður Árnessýslu

Jónas Jónsson:

Það er ekki meining okkar hv. þm. Vestm. (JJós), að draga úr 80% tryggingu, heldur viljum við skora á ríkisstjórnina, svo framarlega sem ekki tækist til með að semja við Landsbankann um 80%, að láta ekki á því stranda, en fara heldur niður í 70%. Jeg þykist þess fullviss, að vel gangi að innheimta skuldirnar, þótt það að sjálfsögðu taki langan tíma, og að inneigendur fái að lokum 80–85%, eins og matið gerir ráð fyrir.