01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í D-deild Alþingistíðinda. (2963)

136. mál, skattur af heiðursmerkjum

Sveinn Ólafsson:

Örlítil athugasemd út af brtt. hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ). Jeg vildi leyfa mjer að benda á það, sem áður hefir komið fram í umræðum um þetta mál, að varla mun fært að ákveða, að ekki megi veita innlendum mönnum heiðursmerkin. Með því að bjóða varnað á því að nota þau innanlands, er jafnframt gefið í skyn, að einskis sje um þau vert, og mætti því telja móðgun við útlenda menn að bjóða þeim það, sem enginn innlendur maður getur þegið og notað. Þessu verða menn að muna eftir, áður en brtt. er samþykt.