02.05.1924
Neðri deild: 61. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í D-deild Alþingistíðinda. (3007)

135. mál, rýmkun landhelginnar

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vildi aðeins láta þess getið, að jeg nefndi ekki Faxaflóa af því, að jeg teldi hann eina flóann, er friða ætti, heldur skýrði jeg aðeins frá því, sem gerst hefði fyrir 20–30 árum, þegar hingað kom ensk flotadeild. Þetta má alls ekki skilja svo, að jeg sje hjermeð að gera neitt upp á milli einstakra flóa. Voru aðeins sögulegar upplýsingar, sem hv. þm. flestum mun kunnugt um.