07.03.1924
Efri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í D-deild Alþingistíðinda. (3159)

64. mál, skrifstofur landsins í Reykjavík

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg vildi aðeins óska eftir því, af því að sú skrifstofa, sem jeg einna helst vil flytja, bæjarfógetaskrifstofan, hefir yfirmann sinn hjer, að hann gefi upplýsingar um það, hvort það sje satt, að hann sje tregur til að flytja sína skrifstofu í Landsbankann. Því að ein af aðalástæðunum til þess, að jeg bar fram þessa tillögu, er einmitt sú, að jeg hefi heyrt, að það gengi treglega að fá skrifstofurnar til að flytja. Jeg vil því gjarnan óska eftir skýringu á þessu atriði frá hv. þm. Seyðf. (JóhJóh), og jafnframt beina þeirri spurningu til hans, hvort honum finnist ekki brunahættan mikilsvert atriði í þessu sambandi.