02.05.1924
Efri deild: 61. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1114 í B-deild Alþingistíðinda. (325)

1. mál, fjárlög 1925

Jónas Jónsson:

Mjer er ljúft að taka till. mína aftur, af því að hjer er um svo litla fjárupphæð að ræða og það er ekki peningahlið þessa máls, sem jeg óttast, heldur hitt, að niðurfærsla sú, sem hv. Nd. hefir gert hjer, geti valdið því, að umræddur læknir skoði þessa meðferð sem móðgun við sig og láti því af kenslu við háskólann; en það teldi jeg fyrir allra hluta sakir mjög illa farið.

Nú geri jeg ráð fyrir því, að þar sem um svo lága upphæð er að ræða, þá geti hæstv. forsrh. (JM) komið því til vegar, að lækninum verði greiddar 1500 kr. fyrir kenslustarf sitt árið 1925, og mun jeg taka till. mína aftur, ef hæstv. forsrh. lofar þessu.