05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í D-deild Alþingistíðinda. (3250)

146. mál, frestun á embættaveitingu

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg held, sökum þess, að svona þál. er ekki bindandi fyrir stjórnina, heldur aðeins leiðbeinandi, að það geti ekki stafað nein hætta af að samþykkja hana óbreytta, og sje jeg því ekki neina ástæðu til að taka hana aftur. Hæstv. forsrh. (JM) lítur líka svo á, að þál. sje rjett í aðalatriðunum.

Um fjölda embætta, einkum prestsembætti, má fullyrða, að þeim mætti fækka mikið með sameiningu. í Eyjafirði er t. d. hjeraðið framan við Akureyri eitt prestakall. Þeir hafa þar ungan og duglegan prest, og una þessu fyrirkomulagi vel. Slíkt má víðar gera.