05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í D-deild Alþingistíðinda. (3268)

147. mál, holdsveikraspítalinn

Forsætisráðherra (JM):

Háttv. 1. landsk. (SE) les lögin eins og viss persóna les aðra bók. Í sömu lögum, sömu málsgr., stendur:

„Holdsveikir menn, sem limafallssjúkir eru (með „lepra ansæsthetica), skulu og settir í holdsveikraspítalann, þegar hjeraðslæknir telur nauðsyn á því, vegna sára eða annars lasleika“.

Verða sjúklingarnir því ekki fluttir í spítalann, nema hjeraðslæknir heimti það.