12.02.1925
Efri deild: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 898 í C-deild Alþingistíðinda. (2736)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Forsætisráðherra (JM):

Mjer skilst, að hv. 5. landsk. (JJ) tali hjer fremur sem umboðsmaður fyrir kennarastjettina en þingmaður. Jeg get ómögulega sjeð, að ósanngjarnt sje að krefjast af kennurum hjer að kenna hinn sama líma og lögskipað er við samskonar skóla í nálægum löndum. Jeg man ekki eftir, þegar fjölgað var vinnutímum þeirra manna, er vinna í stjórnarráðinu, að loforð hafi verið gefin um að bæta launakjör þeirra. En þetta hefir verið gert þar, vinnutíminn hefir verið lengdur, en launin standa óbreytt.

Jeg legg enga áherslu á, hvað þingið gerir við frv. þetta. Það er sjálfrátt, hvort það fellir frv. Hinsvegar veit jeg, að um dálítinn sparnað verður að ræða, nái það fram að ganga í því formi, eða líku, sem það er nú. Mjer finst heldur ekki mikils krafist af forstöðumönnum skólanna, að skylda þá til að kenna 3 stundir á dag.

Já, jeg sje, að hv. 5. landsk. (JJ) er að biðja um orðið. Það er nú þegar búið að halda 5 ræður í þessu máli, sem jeg satt að segja hafði búist við, að færi orðalaust til 2. umr.